Íþrótta- og tómstundanefnd - 57
Málsnúmer 1911004F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá sem snúa eingöngu að því að frá og með 1. janúar 2020 verði frítt í Héraðsþrek og sund fyrir eldri borgara og frítt í sund fyrir börn upp að 18 ára aldri. Gildir það fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja breytingar á reglum um viðurkenningu fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs. Í ljósi tilnefninga sem bárust frá íþróttafélögum telur íþrótta- og tómstundanefnd mikilvægt að endurskoða reglurnar og rýmka aldurstakmark þeirra sem tilnefndir geta verið. Vonast nefndin til þess að þessar breytingar verði til þess að tilnefningar berist frá fleiri félögum og deildum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur íþróttafélög og deildir til að tilnefna íþróttafólk til viðbótar við þær tilnefningar sem þegar hafa borist, með tilliti til breyttra reglna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir það sem fram kom á fundi íþrótta- og tómstundanefndar um að taka verði tillit til þeirrar starfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu við skipulagningu tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og Héraðsþreki. Bæjarstjórn tekur jafnframt undir afstöðu nefndarinnar sem telur þó ekki ástæðu til að gera breytingar á starfsemi Héraðsþreks að svo stöddu, en hvetur forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar til að hafa þessi sjónarmið í huga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja yfirfarnar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs, til viðbótar við bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefnda staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.