Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

47. fundur 26. október 2015 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Rebekka Karlsdóttir aðalmaður
  • Atli Berg Kárason varamaður
  • Adda Steina Haraldsdóttir fundarritari
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir aðalmaður
  • Ívar Andri Bjarnason aðalmaður
  • Sara Lind Magnúsdóttir aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Anna Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Æsa Katrín Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Signý Þóra Snæbjörnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi

1.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

Málsnúmer 201511021

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fundinn og bauð ráðið velkomið til starfa, fór stuttlega yfir mikilvægi þess og hlutverk.
Adda Steina, starfsmaður ráðsins, og Aron Steinn, fóru yfir með ráðinu hvað var gert síðast liðin vetur og þá hluti sem fráfarandi ráð skildi eftir sig, fyrir nýtt ráð að taka við og/eða breyta, þar á meðal forvarnardaginn.

2.Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs 2015-2016

Málsnúmer 201511023

Aron Steinn Halldórsson, fulltrúi ungmennahússins, var samhljóða með handauppréttingu kosinn formaður ráðsins í vetur. Aron Steinn var einnig formaður ráðsins síðast liðinn vetur.

Sara Lind Magnúsdóttir, annar fulltrúi Egilsstaðaskóla, svar samhljóða með handauppréttingu kosin varaformaður ráðsins.

3.Markmið og skipulag ungmennaráðs 2015-2016

Málsnúmer 201511024

Ráðið skipti sér niður í tvo vinnuhópa, eldri og yngri fulltrúa og fóru fyrst saman en fljótlega í sitt hvoru lagi yfir málefni og viðburði sem þau hafa áhuga á að vinna að og hafa áhrif á í vetur.

Geðheilbrigðismál er sá málaflokkur sem báðir hóparnir lögðu áherslu á að hafa áhrif á. Meðal annars með fræðslu á forvarnardeginum, sem haldinn verður af ráðinu á næstu önn. Hóparnir telja það áhrifaríkast að undibúningur á forvarnardeginum og ungmennaþingi verði unninn í tveimur aldursskiptum hópum, hóparnir vinna að sömu markmiðum en með ólíkum áherslum. Undirbúningurinn hefst formlega á næsta fundi ráðsins.
Ungmennaráð leggur einnig til að þeirra fundur með bæjarstjórn verði fyrr en hefur verið árin áður. Í janúar frekar en maí. Vonanst er eftir góðu samstarfi með öðrum ráðum og nefndum hjá sveitafélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.