Ráðið skipti sér niður í tvo vinnuhópa, eldri og yngri fulltrúa og fóru fyrst saman en fljótlega í sitt hvoru lagi yfir málefni og viðburði sem þau hafa áhuga á að vinna að og hafa áhrif á í vetur.
Geðheilbrigðismál er sá málaflokkur sem báðir hóparnir lögðu áherslu á að hafa áhrif á. Meðal annars með fræðslu á forvarnardeginum, sem haldinn verður af ráðinu á næstu önn. Hóparnir telja það áhrifaríkast að undibúningur á forvarnardeginum og ungmennaþingi verði unninn í tveimur aldursskiptum hópum, hóparnir vinna að sömu markmiðum en með ólíkum áherslum. Undirbúningurinn hefst formlega á næsta fundi ráðsins. Ungmennaráð leggur einnig til að þeirra fundur með bæjarstjórn verði fyrr en hefur verið árin áður. Í janúar frekar en maí. Vonanst er eftir góðu samstarfi með öðrum ráðum og nefndum hjá sveitafélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að tillögu ungmennaráðs að sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar verði haldinn í janúar á næsta ári, í stað þess að halda hann á vortíma eins og oftast hefur verið gert.
Geðheilbrigðismál er sá málaflokkur sem báðir hóparnir lögðu áherslu á að hafa áhrif á. Meðal annars með fræðslu á forvarnardeginum, sem haldinn verður af ráðinu á næstu önn. Hóparnir telja það áhrifaríkast að undibúningur á forvarnardeginum og ungmennaþingi verði unninn í tveimur aldursskiptum hópum, hóparnir vinna að sömu markmiðum en með ólíkum áherslum. Undirbúningurinn hefst formlega á næsta fundi ráðsins.
Ungmennaráð leggur einnig til að þeirra fundur með bæjarstjórn verði fyrr en hefur verið árin áður. Í janúar frekar en maí. Vonanst er eftir góðu samstarfi með öðrum ráðum og nefndum hjá sveitafélaginu.
Samþykkt samhljóða.