Náttúruverndarnefnd

1. fundur 16. september 2014 kl. 17:00 - 18:10 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Ásta Sigurðardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Samþykkt fyrir náttúruverndarnefnd og náttúruverndarlög - kynning

Málsnúmer 201409073Vakta málsnúmer

Fyrir liggja samþykkt fyrir náttúruverndarnefnd, gildandi náttúruverndarlög og náttúruverndarlög sem fyrirhugað er að taki gildi þann 1.7.2015.

ÁS leggur fram eftirfarandi bókun: Ég geri athugasemd við hversu sjaldan nefndinni er ætlað að funda og tel að gera eigi ráð fyrir a.m.k. sex fundum á ári.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Fundartími náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201409074Vakta málsnúmer

Til umræðu er fundartími náttúruverndarnefndar.

Reglulegir fundir nefndarinnar verða kl. 17 á þriðjudögum í annarri viku þá mánuði sem fundað er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

Málsnúmer 201407103Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftslags- og orkumál og málefni norðurslóða.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.