Grafarland

Málsnúmer 201510166

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 317. fundur - 02.11.2015

Lagður fram til kynningar kaupsamningur um landspildu úr landi Grafar, sem nú hefur verið undirritaður.
Hann byggir á samþykkt bæjarstjórnar frá 5. júní 2014.

Rætt um framtíðarnýtingu Grafarlands og fyrri áform um að nýta það sem útivistarsvæði og þá jafnvel til frekari skógræktar. Bæjarráð beinir því til starfshóps um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða á Fljótsdalshéraði að taka til skoðunar framtíðarnýtingu Grafarlands.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 319. fundur - 16.11.2015

Ræddar hugmyndir að framtíðarnýtingu svæðisins og virkjun vatnsbóls sem þar er. Bæjarráð mælist til að HEF taki málið með vatnsbólið til skoðunar.
Að öðru leyti hefur bæjarráð þegar vísað framtíðarnýtingu Grafarlands til skoðunar í starfshópi um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Á fundi bæjarráðs voru ræddar hugmyndir að framtíðarnýtingu svæðisins og virkjun vatnsbóls sem þar er. Bæjarráð mælist til að HEF taki málið með vatnsbólið til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar hugmyndum um framtíðarnýtingu Grafarlands til skoðunar í starfshópi um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.