Starfsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2017 tekin til umræðu. Nefndin felur starfsfólki að uppfæra starfsáætlun ársins 2016 og bæta þar inn ákveðnum markmiðum sem nefndin vill leggja áherslu á.
Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Útkomuspá sýnir að svo virðist sem launagreiðslur verði innan ramma fjárhagsáætlunar.
Drög að reglum um félagslegt húsnæði lagðar fram og samþykktar. Einungis er um að ræða uppfærslu á fjárhæðum skv. reglugerð nr. 742/2016 frá Velferðarráðuneytinu.