Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

199. fundur 24. júní 2014 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðbjörg Björnsdóttir varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir Fræðslufulltrúi
Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og aldursforseti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar. Að því búnu gekk hann til dagskrár og stjórnaði kjöri á forseta bæjarstjórnar. Að þeim dagskrárlið loknum tók Sigrún Blöndal, nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, við stjórnun fundarins.

1.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

1. Kosning, Forseti bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseti

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Forseti Bæjarstjórnar:
Sigrún Blöndal, L

Samþykkt með 6 atkvæðum. Þrír sátu hjá (SBS, GI og PS).

1. varaforseti:
Anna Alexandersdóttir, D
2. varaforseti:
Stefán Bogi Sveinsson, B

Samþykkt samhljóða.

2. Kosning, Skrifarar (2 fulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Páll Sigvaldason, B
Sigrún Harðardóttir, Á
Varamenn:
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Guðmundur S Kröyer, D

Samþykkt samhljóða.

3. Kosning, Bæjarráð (3 aðalfulltrúar).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, formaður, Á
Anna Alexandersdóttir, varaformaður, D
Stefán Bogi Sveinsson, B
Áheyrnarfulltrúi verður Sigrún Blöndal, L

Samþykkt samhljóða.

4. Kosning, Kjörstjórn (3 aðalfulltrúar og 3 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Bjarni Björgvinsson
Einar Rafn Haraldsson
Þórunn Hálfdánardóttir

Varamenn:
Ljósbrá Björnsdóttir
Eva Dís Pálmadóttir
Ólöf Ólafsdóttir

Samþykkt samhljóða.

5. Kosning, 2 undirkjörstjórnir (6 aðalfulltrúar og 6 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fresta kosningu undirkjörstjórna að sinni.

Samþykkt samhljóða.

6. Kosning, Fræðslunefnd (5 aðalfulltrúar og 5 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Davíð Þór Sigurðarson, formaður, D
Hrund Erla Guðmundsdóttir, varaformaður, Á
Aðalsteinn Ásmundarson, L
Soffía Sigurjónsdóttir, Á
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B

Varamenn:
Viðar Örn Hafsteinsson, D
Jón Björgvin Vernharðsson, Á
Ingunn Bylgja Einarsdóttir, L
Guðríður Guðmundsdóttir, Á
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, B

Samþykkt samhljóða.

7. Kosning, Félagsmálanefnd (3 aðalfulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Sigrún Harðardóttir, formaður, Á
Jón Jónsson, varaformaður, L
Benedikt Hlíðar Stefánsson, B

Varamenn:
Lilja Sigurðardóttir, D
Guðmunda Vala Jónasdóttir, B

Samþykkt samhljóða.

8. Kosning, Stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (5 aðalfulltrúar og 5 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, formaður, Á
Skúli Björnsson, varaformaður, L
Guðbjörg Björnsdóttir, D
Karl Lauritzson, D
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B

Varamenn:
Sigvaldi H. Ragnarsson, Á
Ruth Magnúsdóttir, L
Þórhallur Harðarson, D
Sigríður Sigmundsdóttir, D
Þorvaldur P. Hjarðar, B

Samþykkt samhljóða.

9. Kosning, Stjórn Ársalir (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

10. Kosning, Stjórn Brunavarna á Héraði ( 2 aðalfulltrúar og 2 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Jónína Brynjólfsdóttir, formaður, L
Páll Sigvaldason, B

Varamenn:
Jóhann Gísli Jóhansson, Á
Benedikt Hlíðar Stefánsson, B

Samþykkt samhljóða.

11. Kosning, Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

12. Kosning, Almannavarnarnefnd (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

13. Kosning, Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, Á
Anna Alexandersdóttir, D
Stefán Bogi Sveinsson, B

Varamenn:
Sigrún Harðardóttir, Á
Guðmundur S. Kröyer, D
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B

Samþykkt samhljóða.

14. Kosning, Landbótasjóður (3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Sigvaldi H Ragnarsson,formaður, Á
Katrín Ásgeirsdóttir, varaformaður, L
Björn Hallur Gunnarsson, B

Varamenn:
Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Á
Guðrún Ragna Einarsdóttir, D
Jónas Guðmundsson, B

Samþykkt samhljóða.

15. Kosning, Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Varamaður:
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri

Samþykkt samhljóða.

16. Kosning, Heilbrigðisnefnd Austurlands (1 aðalfulltrúi og 1 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Árni Kristinsson, L

Varamaður:
Þórhallur Harðarson, D

Samþykkt samhljóða.

17. Kosning, Ráðgjafanefnd Landbótasjóðs (1 aðalfulltrúi).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmaður:
Baldur Grétarsson, Á

Samþykkt samhljóða.

18. Kosning, Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs (2 aðalfulltrúar).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Ruth Magnúsdóttir, L
Björn Ármann Ólafsson, B

Samþykkt samhljóða.

19. Kosning, Aðalfundur SSA (11 aðalfulltrúar og 11 til vara)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, Á
Sigrún Harðardóttir, Á
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Páll Sigvaldason, B
Stefán Bogi Sveinsson, B
Anna Alexandersdóttir, D
Guðmundur S Kröyer, D
Árni Kristinsson, L
Sigrún Blöndal, L
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri

Varamenn:
Þórður Þorsteinsson, Á
Esther Kjartansdóttir, Á
Kristjana Jónsdóttir, B
Gunnar Þór Sigbjörnsson, B
Eyrún Arnardóttir, B
Guðbjörg Björnsdóttir, D
Viðar Hafsteinsson, D
Ragnhildur R. Indriðadóttir, L
Ingunn Bylgja Einarsdóttir, L
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri
Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi

Samþykkt samhljóða.

20. Kosning, Stjórn Brunavarna á Austurlandi (1 aðalfulltrúi)

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs er fulltrúi sveitarfélagsins samkvæmt samþykktum félagsins.

Samþykkti samhljóða.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406080

Lagðar fram til fyrri umræðu samþykktir um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs. Um er að ræða breytingu á 28. gr. er varðar fundartíma bæjarráðs, breytingu á 47. gr. er varðar nefndaskipan sveitarfélagsins og breytingar á fylgiskjali 1 er varðar kosningar bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í embætti, nefndir, ráð og stjórnir. Forseti fylgdi breytingum úr hlaði.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexanderdóttir og Páll Sigvaldason.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Framsókn vill vekja athygli á því að núverandi skipan félagsmálanefndar sveitarfélagsins sé hugsanlega ekki í samræmi við fyrirmæli 93. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og þarfnist því nauðsynlega endurskoðunar.

Þó að samstarf um félagsþjónustu milli þeirra sex sveitarfélaga sem um ræðir hafi verið farsælt teljum við að það fyrirkomulag að fulltrúar annarra sveitarfélaga eigi sæti í einni af fastanefndum Fljótsdalshéraðs sé ekki heppilegt. Af því getur bæði hlotist óhagræði og í sumum tilfellum getur það einnig verið beinlínis óheppilegt.

Við viljum þó ítreka að í þessari afstöðu felst ekki af okkar hálfu nokkur áfellisdómur yfir störfum neinna þeirra fulltrúa sem setið hafa í félagsmálanefnd, sem allir hafa unnið af mikilli trúmennsku og skilað góðu verki fyrir hönd sinna sveitarfélaga og okkar allra.

Í framhaldi af bókuninni lagði Stefán Bogi Sveinsson fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum um breytingar á samningi um félagsþjónustu sem veitt er öðrum sveitarfélögum, með það fyrir augum að fyrirkomulag þjónustunnar verði að fullu í samræmi við fyrirmæli sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Stefán Bogi Sveinsson lagði jafnframt fram eftirfarandi bókun:

Að afloknum kosningum áttu sér stað viðræður milli fulltrúa allra flokka um breytingar á nefndaskipan. Tillögur þær sem hér liggja fyrir eru afrakstur þeirra viðræðna, að því frátöldu fulltrúar meirihlutans leggja nú til stofnun sérstakrar íþrótta- og tómstundanefndar sem taki yfir hluta þeirra verkefna sem áður heyrðu undir menningar- og íþróttanefnd og örlítinn hluta verkefna frá fræðslunefnd. Tillaga þessi var unnin án samráðs við fulltrúa Framsóknar.

Í huga bæjarfulltrúa Framsóknar er tilgangurinn með sameiningu nefnda fyrst og fremst að efla nefndirnar, láta þær funda örar til að tryggja aukna aðkomu kjörinna fulltrúa að ákvarðanatöku og auka skilvirkni í stjórnsýslunni með því að minnka skörun milli verksviða nefnda. Að auki má almennt reikna með nokkurri fjárhagslegri hagræðingu af sameiningum nefnda.

Þó að íþrótta- og tómstundamál séu mikilvægur málaflokkur má segja það sama um marga aðra málaflokka sem unnið er að innan nefndanna. B-listinn telur að stofnun sérstakrar íþrótta- og tómstundanefndar sé ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum sem að framan greinir og í litlu samræmi við aðrar þær breytingar sem verið er að gera á nefndaskipan sveitarfélagsins. Þá teljum við að þeim fjármunum sem um ræðir yrði betur varið til annars, en reikna má með að kostnaður við nýja nefnd nemi á bilinu 3,4 til 4,2 milljónum króna á kjörtímabilinu.

Framlögð tillaga Stefáns Boga Sveinssonar borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum. Tveir sátu hjá (RRI, SB)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt um um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

3.Ráðningarsamningur bæjarstjóra

Málsnúmer 201406081

Lagður fram til staðfestingar ráðningarsamningur bæjarstjóra, dags. 15.06.14.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn staðfestir framlagðan ráðningarsamning er kveður á um að Björn Ingimarsson verði endurráðinn sem bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Framlagður ráðningarsamningur hefur verið undirritaður af oddvitum allra framboða sem sæti eiga í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Samningurinn er opinbert gagn og verður vistaður á heimasíðu sveitarfélagsins er hann hefur hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:10.