Velkomin til búsetu

Fljótsdalshérað býður nýja íbúa hjartanlega velkomna.

Hér er hægt að fá gagnlegar upplýsingar ef flutt er á Fljótsdalshérað.  Meðal annars um hvert á að skila inn flutningstilkynningu, flutning á síma, hitaveitu, rafveitu og ýmislegt varðandi húsnæðismál, atvinnumöguleika og innritun barna í leik- og grunnskóla.

Velkomin til búsetu á FljótsdalshéraðiHér er hægt að skoða kynningarbækling fyrir nýja íbúa Fljótsdalshéraðs

Flutningstilkynning

Búferlaflutninga ber að tilkynna innan við viku frá flutningi. Hægt er að tilkynna um flutning rafrænt á vef þjóðskrár, island.is. Einnig eru fáanleg eyðublöð til útfyllingar á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 á Egilsstöðum.

Flutningur síma og nettengingar 

Hægt er að flytja gamla símanúmerið með sér hvert á land sem er.  Hafðu samband við þjónustuver þíns fjarskiptafélags til að tilkynna flutning. 

Hitaveita 

Hitaveita Egilsstaða og Fella er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Fljótsdalshéraðs. Nær 3.000 íbúar eru á veitusvæði HEF sem nær yfir þéttbýliskjarnana Egilsstaði og Fellabæ, nálæg býli ásamt frístundabyggðum á Einarsstöðum og Úlfsstöðum.

Allar upplýsingar um vatns og fráveitur má finna á heimasíðu hitaveitunnar hef.is 

Rafveita 

Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Fljótsdalshéraði.
Skrifstofa Rarik á Egilsstöðum er á Þverklettum 2-4. 
Nánar á rarik.is

Lóðir til nýbygginga

Skipulags- og umhverfisdeild Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, Egilsstöðum, veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.

Hér er listi yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði

Kaup á nýju og notuðu húsnæði

Þeim sem hyggja á kaup á húsnæði í sveitarfélaginu er bent á að skoða framboð á fasteignavefum undir póstnúmerum 700 og 701.

Leiguhúsnæði

Eyðublöð fyrir gerð húsaleigusamninga er hægt að nálgast á vef velferðaráðuneytisins og á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 á Egilsstöðum.
Úthlutun leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins er á vegum félagsþjónustunnar. Upplýsingar veitir þjónustufulltrúi fjölskyldusviðs á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.

Félagsþjónustan er opin mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9.00 – 15.00 
síminn er 4 700 700 og netfangið felagsthjonusta@egilsstadir.is

Fyrir leiguhúsnæði á almennum markaði bendum við á auglýsingar í staðbundnum frétta- og auglýsingamiðlum ásamt leigusíðum á vefnum undir póstnúmerum 700 og 701.

Húsaleigubætur 

Upplýsingar um rétt til húsaleigubóta og afgreiðslu þeirra er að finna á vef velferðaráðuneytisins. Einnig eru upplýsingar hjá þjónustufulltrúa fjölskyldusviðs á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 á Egilsstöðum.  Umsóknareyðublöð, lög og reglugerðir fást einnig hjá þjónustufulltrúa. 

Félagsþjónustan er opin mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9.00 – 15.00 
síminn er 4 700 700 og netfangið felagsthjonusta@egilsstadir.is

Atvinnumöguleikar 

Upplýsingar um laus störf hjá sveitafélaginu er að finna hér á vefnum.
Vinnumálastofnun er með þjónustuskrifstofu á Egilsstöðum. Þar er hægt að fá upplýsingar um auglýst störf á Austurlandi.
Einnig er fólki bent á að fylgjast með auglýsingum í staðbundnum frétta- og auglýsingablöðum.

Innritun barna í leik- og grunnskóla

Innritun barna í leik- og grunnskóla fer fram á íbúagátt Fljótsdalshéraðs

Þrír grunnskólar og þrír leikskólar eru á Fljótsdalshéraði. 
Allir skólarnir heyra undir fræðslunefnd og er Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri starfsmaður hennar.

Síðast uppfært 03. nóvember 2020