Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

48. fundur 11. janúar 2016 kl. 17:30 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Atli Berg Kárason aðalmaður
  • Rebekka Karlsdóttir aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir varamaður
  • Kolbeinn Þór Nökkvason varamaður
  • Adda Steina Haraldsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Breytingar hafa orðið í ráðinu frá síðasta fundi. Vegna breyttra aðstæðna hefur Sara Lind Magnúsdóttir, varaformaður og fulltrúi Egilsstaðaskóa, flutt úr sveitafélaginu og látið af störfum í ráðinu. Árndís Birgitta Georgsdóttir varamaður, kemur inn sem aðalmaður sem fulltrúi Egilsstaðaskóla.
Karen Ósk Björnsdóttir tekur við stöðu varaformanns, framboð hennar var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Forvarnadagur 2016

Málsnúmer 201511091

Dagskrá og skipulag forvarnardagsins, sem haldin verður í vor, verður ákveðin á vinnufundi ráðsins 25. janúar 2016. Þemað er geðheilbrigðismál ungmenna og rætt var um möguleikann á því að ungmennaþingi verði einnig komið fyrir á forvarnardeginum.

Samþykkt samhljóða.

2.Fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn

Málsnúmer 201601129

Ákveða þarf dagsetningu fyrir sameiginlegan fund ungmennaráðs og bæjarstjórnar. Adda Steina, tekur að sér að koma því í kring.
Umræður voru um málefni sem ráðið hefur hug á að ræða við bæjarstjórn. Óskað er eftir því að bæjarstjórn útbúi einnig lista yfr mál sem hún óskar eftir álit á og svörum við, frá ungmennaráðinu.
Ungmennaráð leggur þannig til að fyrir sameiginlegan fund liggi fyrir formleg dagskrá.


Umræður og vangaveltur ungmennaráðs um afstöðu bæjarstjóranar á neðangreindum málefnum. Eftirfarandi óskar ungmennaráð að ræða við bæjarstjórn á fyrirhuguðum sameiginlegum fundi:

Lagt er til að Egilsstaðir verði meira áberandi á samfélagsmiðlum. Allir fulltrúar ráðsins eru sammála um að Egilsstaða filter á Snapchat mundi vera staðnum til góðs. Einnig ætti það að vera mögulegt að merkja sig inn á Egilsstaði á Facebook, sem er ekki, enn sem komið er. Mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að leggja meiri vinnu í að vera aðgengilegt og aðlaðandi viðkomustaður á samfélagsmiðlum.

Því er velt upp hvort bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafi sýnt því áhuga á að taka á móti flóttafólki. Ungmennaráð óska eftir að fá upplýsingar um hvar fulltrúar bæjarstjórnar standa varðandi umræður og ákvarðanir sem varða móttöku flóttafólks.

Í kjölfarið er rætt almennt um stöðu nýbúa af erlendum uppruna á Fljótsdalshéraði. Telur bæjarstjórnin sveitarfélagið standa sig vel hvað varðar stuðning og þjónustu við nýbúa í sveitarfélaginu? Er þjónustan fullnægjandi og aðgengileg eða telja fulltrúar bæjarstjórnar eitthvað vera sem betur mætti fara og þá hvernig er verið að vinna að því? Lögð var áhersla á stöðu barna og ungmenna af erlendum uppruna í sveitarfélaginu. Aðgengi þeirra að stuðningi við skólastarf og jöfn tækifæri til að stunda það íþrótta og tómstundastarf sem er í boði.

Óskað er eftir umræðu á fundinum um afstöðu og framtíðarsýn bæjarstjórnar hvað varðar tómstundastyrki/frístundakort fyrir börn og ungmenni á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:00.