Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

35. fundur 21. febrúar 2013 kl. 16:00 - 17:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir aðalmaður
  • Sigríður Hlíðkvist G Kröyer aðalmaður
  • Guðbjörg Agnarsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Sveinsdóttir varamaður
  • Halldór B. Warén starfsmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson aðalmaður
  • Sigurður Jakobsson varamaður
Fundargerð ritaði: Halldór Waren forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

1.Kynning á ungmennamóti sem fram fer á Egilsstöðum í mars

Málsnúmer 201302155

Halldór Waren fór yfir ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem verður haldið á Egilsstöðum 21.-22. mars á vegum UMFÍ og þar sem saman koma fulltrúar allra ungmennaráða sveitarfélaga landsins.

Að þessu sinni verða skipulagsmál þema ráðstefnunnar.

Ungmennaráðinu var falið að búa til afþreyingardagskrá fyrir ráðstefnugesti. Meðal atriða sem nefnd voru á fundinum voru:

  • Skíða / snjóþotuferð
  • Lasertag
  • Sundferð
  • Tónleikar jafnvel uppistand og tónleikar í sundlauginni

Halldór mun athuga hversu mikið kostar að fá t.d. lasertag.

Framhaldsfundur um málið verður á næsta fundi og þá ákveðið hverjir fara á ráðstefnuna.

2.Önnur mál

Málsnúmer 201212036

Farið yfir svör frá Frey Ævarssyni í sambandi við strætó sem rædd voru á fundi ungmennaráðs 6.12. 2012. Í svarinu kemur

meðal annars fram að farþegum hafi fækkað eftir að gjaldtaka var tekin upp.

Freyr hvetur ungmennaráð til að koma með tillögur og ábendingar sem tengjast t.d. strætó og láta koma fram í fundagerðum, því við endurskoðun áætlana er hægt að taka tillit til þeirra.

Næsti fundur ákveðinn 7. mars kl. 17.00.

Fundi slitið - kl. 17:45.