Kynning á ungmennamóti sem fram fer á Egilsstöðum í mars

Málsnúmer 201302155

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 35. fundur - 21.02.2013

Halldór Waren fór yfir ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem verður haldið á Egilsstöðum 21.-22. mars á vegum UMFÍ og þar sem saman koma fulltrúar allra ungmennaráða sveitarfélaga landsins.

Að þessu sinni verða skipulagsmál þema ráðstefnunnar.

Ungmennaráðinu var falið að búa til afþreyingardagskrá fyrir ráðstefnugesti. Meðal atriða sem nefnd voru á fundinum voru:

  • Skíða / snjóþotuferð
  • Lasertag
  • Sundferð
  • Tónleikar jafnvel uppistand og tónleikar í sundlauginni

Halldór mun athuga hversu mikið kostar að fá t.d. lasertag.

Framhaldsfundur um málið verður á næsta fundi og þá ákveðið hverjir fara á ráðstefnuna.