Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

36. fundur 18. apríl 2013 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind H Einarsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir aðalmaður
  • Hjördís Sveinsdóttir varamaður
  • Halldór B. Warén starfsmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson starfsmaður
  • Sigurður Jakobsson varamaður
Fundargerð ritaði: Halldór Waren

1.Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201304116

Alls tóku 5 aðilar frá ungmennaráði þátt í ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, sem haldið var á Egilsstöðum 20.-22. mars 2013, á vegum Ungmennafélags Íslands. Flestir eru sammála um að hún hafi verið mun skemmtilegri en þau áttu von á og gagnleg, þó sumir fyrirlesararnir hafi mátt vera styttri.

Ályktun ráðstefnunnar er svohljóðandi (tekið af heimasíðu UMFÍ).

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.

Virk lýðræðisþátttaka ungmenna snýst um meira en árlegan fund með bæjarstjórn fyrir framan myndavélar. Hún snýst um samræður og samskipti alla daga ársins. Stjórnvöld verða að hafa ungmenni í huga og með í ráðum þegar þau fjalla um tillögur sínar og að ungmenni séu í stöðu til að hafa áhrif á þau málefni er þau snerta.

Í þessu sambandi minnir ráðstefnan sérstaklega á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna og ungmenna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif á öll mál er þau varða og tekið sé réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Sérstaklega sé höfð í huga 4. grein sáttmálans sem fjallar um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga til að tryggja þau réttindi sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Ráðstefnan bendir einnig á 17. grein um aðgang að upplýsingum sem stuðli að alhliða þroska.

Þátttaka í lýðræði og samfélaginu krefst þjálfunar. Enginn einstaklingur stekkur fullmótaður fram á sjónarsviðið. Ráðstefnan hvetur því öll sveitarfélög landsins til að koma á fót ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu stöðu og aðrar nefndir sveitarfélaga, til dæmis hvað varðar vald yfir fjármagni. Ráðin séu sýnileg og framboð í þau opin hverju því ungmenni sem áhuga hefur.

Ráðstefnan fagnar því að stjórnvöld hafi brugðist jákvætt við áskorun hennar frá því í fyrra og fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sama skapi er mikilvægi þess að fullgildingin fái þá umræðu sem hún verðskuldar ítrekað og stjórnvöld virði þá skuldbindingu sem felst í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa fyrir ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda tengsl, ræða sín viðhorf, koma þeim á framfæri og sanna fyrir því að það geti haft áhrif. Við hvetjum til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka UMFÍ sér til fyrirmyndar.

2.Sumarið 2013

Málsnúmer 201304117

Rætt var aðeins um sumarið. Ungmennaráði líst vel á það og það framboð sem er í boði, og engar sérstakar tillögur komu fram um hvað mætti bæta og hvað vantaði.

3.Vegahúsið

Málsnúmer 201304118

Halldór Waren bað um tillögur að starfsemi Vegahússins næsta haust. Helst komu fram tillögur í þá veru að byggja upp starfsemina á föstum liðum og dagskrá sem ákveðin yrði að hausti.

4.Síðast fundur vetrarins

Málsnúmer 201304119

Ungmennaráð óskar eftir því að fulltrúi frá sveitarfélaginu mæti á síðasta fund ráðsins, og

helst bæjarstjóri. Halldór ætlar að finn út tíma sem hentar sem flestum ungmennaráðsfulltrúum þar sem í boði verði léttar veitingar, pizzur ofl.

Fundi slitið - kl. 18:15.