Síðast fundur vetrarins

Málsnúmer 201304119

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 18.04.2013

Ungmennaráð óskar eftir því að fulltrúi frá sveitarfélaginu mæti á síðasta fund ráðsins, og

helst bæjarstjóri. Halldór ætlar að finn út tíma sem hentar sem flestum ungmennaráðsfulltrúum þar sem í boði verði léttar veitingar, pizzur ofl.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Fram kemur í bókun ungmennaráðs að ráðið óskar eftir að fulltrúar sveitarfélagsins og bæjarstjóri mæti á síðasta fund ungmennaráðs nú á vorönn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn býður ungmennaráði til sameiginlegs fundar miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00, þar sem farið verði að venju yfir helstu áherslur ungmennaráðs sem fram hafa komið á liðnum vetri og snúa að rekstri og starfsemi Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.