Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

37. fundur 07. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Halldór B. Warén starfsmaður
  • Stefán Berg Ragnarsson aðalmaður
  • Berglind H Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hlíðkvist G Kröyer aðalmaður
  • Erla Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Halldór Waren

1.Kynning á samþykktum ungmennaráðs

Málsnúmer 201311048

Björn Ingimarsson og Halldór Waren fóru yfir samþykktir ungmennaráðs ásamt því að kynna hvernig ungmennaráð virkar í sveitarfélaginu. Fólk er að kvatt til að kynna sér það nánar á vefslóðinni hér að neðan. Einnig með því að skoða eldri fundagerðir ráðsins.

Samþykkt fyrir Ungmennaráð
http://egilsstadir.is/images/stories/dmdocuments/Samth-regl-stefnur/samth-fy-ungmennarad.pdf

Fundagerðir:

2.Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 201311049

Eftir umræður var samþykkt að Stefán Berg Ragnarsson yrði formaður ráðsins og Sigríður Hlíðkvist G. Kröyer varaformaður. Stefán mun því boða til næsta fundar í samráði við starfsmann ráðsins.

3.Tímasetning funda og fyrirkomulag

Málsnúmer 201311050

Ákveðið var að Vegahúsið í Sláturhúsinu væri kjörinn staður fyrir ungmennaráð að funda í og að fyrsti fimmtudagur í mánuði, kl. 17.15, væri fundartími ráðsins.

Næstu fundur reiknast þá til að vera fimtudagurinn 5. desember.

Fundi slitið - kl. 18:00.