Formaður fór yfir það sem gerst hefur síðan skólanefnd fjallaði síðast um málið. Sveitarstjórnirnar funduðu fyrr í vikunni og tóku afstöðu til ýmissa spurninga sem höfðu vaknað við umfjöllun um málið. Í ljósi þess sem þar kom fram leggur formaður til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að verkefninu. Þennan vinnuhóp skipi Sigurlaug Jónasdóttur, sem stýri starfi hópsins, Ruth Magnúsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Fasteigna- og þjónustufulltrúi komi að starfi hópsins eftir því sem þörf verður fyrir. Formaður ítrekaði að öll fyrirliggjandi gögn, ábendingar og athugasemdir sem lagðar hafa verið fram af hinum ýmsu hagsmunahópum eru hluti af vinnugögnum vinnuhópsins. Skipan hópsins samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum, einn sat hjá (HÞ). Rætt um að mikilvægi þess að vinnuhópurinn vinni hratt. Stefnt skal að því að hópurinn skili frumtillögum til skólanefndar um miðjan febrúar.