Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

24. fundur 16. janúar 2014 kl. 13:30 - 15:00 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, sat fundinn undir lið 3.

1.Skógarsel - starfsemi sumarið 2014

Málsnúmer 201401086

Lagt til að sumarlokun leikskólans Skógarsels verði frá og með 7. júlí. til og með 10. ágúst. Skólanefnd samþykkir það fyrir sitt leyti.

2.Skólapúlsinn - nemendakönnun haustið 2013

Málsnúmer 201401085

Skólastjóri fór yfir greinargerð með niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins frá haustinu. Greinargerðin lögð fram til kynningar.

3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036

Formaður fór yfir það sem gerst hefur síðan skólanefnd fjallaði síðast um málið. Sveitarstjórnirnar funduðu fyrr í vikunni og tóku afstöðu til ýmissa spurninga sem höfðu vaknað við umfjöllun um málið. Í ljósi þess sem þar kom fram leggur formaður til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að verkefninu. Þennan vinnuhóp skipi Sigurlaug Jónasdóttur, sem stýri starfi hópsins, Ruth Magnúsdóttir, Elín Rán Björnsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Fasteigna- og þjónustufulltrúi komi að starfi hópsins eftir því sem þörf verður fyrir. Formaður ítrekaði að öll fyrirliggjandi gögn, ábendingar og athugasemdir sem lagðar hafa verið fram af hinum ýmsu hagsmunahópum eru hluti af vinnugögnum vinnuhópsins. Skipan hópsins samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum, einn sat hjá (HÞ). Rætt um að mikilvægi þess að vinnuhópurinn vinni hratt. Stefnt skal að því að hópurinn skili frumtillögum til skólanefndar um miðjan febrúar.

Fundi slitið - kl. 15:00.