Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku. Tillagan er gerð í framhaldi af umfjöllun nefndarinnar um erindi frá eigendum Bjarkasels 16.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Selbrekku, 2 áfangi-efra svæði. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. apríl sl. ein athugasemd barst.
Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Selbrekku, 2 áfangi-efra svæði. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. apríl sl. ein athugasemd barst frá Aðalsteinni Þórhallssyni og Gyðu Guttormsdóttur. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breyting á deiliskipulagi Selbrekku verði samþykkt. Vegna upplýsinga um heildarumfang ósamræmis staðsetningar húsa að Bjarkaseli 14, 16 og 18, er sýnt að fyrri ákvörðun Fljótsdalshéraðs varðandi bílskúr Bjarkasels 16, hvíldi ekki á réttum/fullnægjandi upplýsingum. Krafa um niðurrif bygginga er afar íþyngjandi gagnvart eigendum fasteigna. Eins er ljóst að út frá jafnræðissjónarmiðum þarf Fljótsdalshérað að gæta samræmis varðandi viðbrögð vegna staðsetningar allra bygginga utan byggingarreits, á lóðunum Bjarkaseli 14, 16 og 18. Með vísan til þessa, sjónarmiða um meðalhóf og að ekki þurfi að koma til eyðileggingar verðmæta, er breyting á deiliskipulagi samþykkt eins henni er lýst í grenndarkynningu. Í ljósi athugasemda sem bárust er vísað til þess að afgreiðsla málsins er til hagsbóta fyrir eigendur allra lóða sem málið varðar. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að svara athugasemdinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.