Fundargerð stjórnar SSA, nr.7, 2013-2014

Málsnúmer 201406070

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 27.06.2014

Lögð fram til kynningar, fundargerð 7. fundar stjórnar SSA sem haldinn var 10. júní 2014.

Bæjarráð tekur undir bókun SSA varðandi mikilvægi þess að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á svæðinu með fullnægjandi hætti. Bæjarráð telur æskilegt að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á um úrbætur í þessum málum. Bæjarstjóra falið að kanna hug annarra sveitarfélaga til málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 01.07.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs varðandi mikilvægi þess að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á svæðinu með fullnægjandi hætti. Bæjarstjórn tekur einnig undir það að æskilegt sé að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á um úrbætur í þessum málum og felur bæjarstjóra að kanna hug annarra sveitarfélaga til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.