Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 288
Málsnúmer 2004011F
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar var rætt um frumtillögu að nýju húsnæði fyrir Tónslistarskólann á Egilsstöðum og frístunda- og félagsmiðstöðvarstarf.
Mat fulltrúa tónlistarskólans er að um fallega byggingu sé að ræða sem fellur vel að nánasta umhverfi.
Með tillögunni er stigið mikilvægt skref til að tryggja framtíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum, sem auk þess að leysa með varanlegum hætti húsnæðisþörf tónlistarskólans, tekur á húsnæðisvanda frístunda- og félagsmiðstöðvarstarfs á Egilsstöðum. Með flutningi tónlistarskólans losnar um húsnæði í Egilsstaðaskóla sem hefur þörf fyrir að geta notað það húsnæði sem tónlistarskólinn ræður yfir nú.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og hvetur nýja sveitarstjórn til að setja þessa framkvæmd inn í langtímaáætlun nýs sveitarfélags og vinna að framgangi þess.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar fóru skólastjórar grunnskólanna yfir stöðu mála hver í sínum skóla og með hvaða hætti skipulag starfseminnar er þessar vikurnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar skólastjórum og starfsfólki skólanna fyrir hversu vel hefur tekist að leysa mál þrátt fyrir erfiðar og flóknar starfsaðstæður.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar var farið yfir stöðu mála vegna starfsemi Frístundar, einkum með áherslu á starfið á næsta skólaári, en fyrir liggur að stór árgangur kemur inn í grunnskólana annað árið í röð. Ruth Magnúsdóttir vakti sérstaka athygli á stöðu þeirra barna sem eiga rétt á sérstakri þjónustu á grundvelli málefna fatlaðra. Það er mikilvægt að huga sérstaklega að því að þessi hópur fái þjónustu við hæfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að unnin verði aðgerðaáætlun á grundvelli skýrslu starfshóps um Frístundastarfsemi, sem fjallað var um á fundi nefndarinnar 10. mars. Þannig verði tryggt að sú framtíðarsýn sem þar er sett fram fái framgang. Áhersla verði lögð á samráð við hagsmunaaðila við mótun áætlunarinnar.
Einnig er mikilvægt að við niðurröðun tíma í íþróttahúsinu í haust verði tekið tillit til þarfa Frístundar og tryggt að starfsemin fái rými þar, nú þegar aðstaða í íþróttahúsinu stækkar mikið með tilkomu nýs fimleikasalar.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.