Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 508
Málsnúmer 2003020F
.1
202001001
Fjármál 2020
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs var farið yfir fund bæjarráðs með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem lega Fjarðarheiðarganga var m.a. rædd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá öllum framboðum í bæjarstjórn, sem hafi það hlutverk að móta afstöðu sveitarfélagsins varðandi legu Fjarðarheiðarganga og vegtenginga í tengslum við þau.
Eftirtaldir aðilar skipi starfshópinn: Karl Lauritzson frá D lista, Stefán Bogi Sveinsson frá B lista, Skúli Björnsson frá L lista og Hannes Hilmarsson frá M lista.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði starfsmaður hópsins og kalli hann saman til fyrsta fundar.
Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni til bæjarstjórnar fyrir 1. maí 2020.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Sjá lið 2.6 í þessari fundargerð
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór Björn yfir nokkrar tillögur að framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og Hitaveitunnar, sem mögulega væri hægt að flýta til að vinna á móti samdrætti í atvinnu á svæðinu í kjölfar Covid 19. Fram kom að ekki er gert ráð fyrir að draga úr þeim framkvæmdum sem tilteknar eru í fjárhags- og framkvæmdaáætlun Fljótsdalshéraðs árið 2020.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að seinka eindaga á fasteignagjöldum sem gjaldfalla í apríl og maí, fram til nóvember og desember 2020. Jafnframt verði því beint til eigenda fasteigna sem leigja út húsnæði sitt, að þeir láti leigjendur sína njóta þessa gjaldfrests, kjósi leigjendur svo.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu hjá bæjarráði.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.