Íþrótta- og tómstundanefnd - 61

Málsnúmer 2003010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 311. fundur - 01.04.2020

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 5.1, 5.3, 5.6, 5.7 og 5.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur minnisblað um kaup á fjölnota tæki á íþróttavelli.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar. Sé ekki rúm fyrir umrædda fjárfestingu innan fjárhagsramma Eignasjóðs vegna þessa árs, verði horft til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .3 201807002 Tómstundaframlag
    Bókun fundar Fyrir liggja drög að nýjum reglum um tómstundaframlag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að reglum um tómstundaframlag verði breytt þannig að þær nýtist ungmennum á aldrinum 16-18 ára einnig til kaupa á kortum í líkamsrækt, enda rúmist breytingin innan samþykkts fjárhagsramma málaflokksins. Breytingin verði gerð til reynslu í eitt ár.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi minnisblaði til undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


  • Bókun fundar Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lá til kynningar Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu á þessum tíma, til að mynda með gönguferðum um fjölmargar lendur sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að meistaraflokkur körfuknattleiksdeildar Hattar mun leika í Dominos deild karla 2020-2021.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og óskar leikmönnum, stjórn og þjálfara liðsins innilega til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með liðinu í Dominos deild næsta vetur.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingar um verkefnið Þristur blæs til leiks.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hrósar Ungmennafélaginu Þristi fyrir frábært verkefni og fyrir að vera ávallt samfélagslega hvetjandi. Íþrótta- og tómstundanefnd er tilbúin að leggja sitt af mörkum til verkefnisins og hvetur alla íbúa til að taka þátt.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.