Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126

Málsnúmer 2002004F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 308. fundur - 19.02.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Aðalsteinn Ásmundarson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 4.15 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem bent er á að ef sveitarfélagið óskar þess að HAUST taki þátt í sýnatöku frá urðunarstað sveitarfélagsins, óskist upplýsingar þar að lútandi sendar fyrir 1. mars.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Heilbrigðiseftirlit Austurlands annist áfram sýnatöku á urðunarstað fyrir Fljótsdalshérað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til leyfi ráðherra samkvæmt 2. mgr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 liggur fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .8 201910174 Umsókn um lagnaleið
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá íbúum Fjósakambi 4 um byggingu bílskúrs á lóð þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá landeigendum Vífilstaða þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og staðfestingu á lóðauppdrætti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskipti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá stofnun nýrra landnúmera ásamt staðfestingu á lóðauppdrætti.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (A.Á.).
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .17 201912108 Ný umferðarlög
    Bókun fundar Um síðustu áramót tóku gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir álit umhverfis- og framkvæmdanefndar um að ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum sem mikilvægt er að almenningur hafi góða yfirsýn yfir, enda varða umferðarlög alla vegfarendur á Íslandi.
    Bæjarstjórn hvetur því alla til að kynna sér þessar breytingar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.