Atvinnu- og menningarnefnd - 98

Málsnúmer 2002001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 308. fundur - 19.02.2020

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1 og bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og svaraði fyrirspurn Stefáns Boga. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.1 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. og svaraði fyrirspurnum. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 5.1. og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.1. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 5.1 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1. og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201910186 Egilsstaðastofa
    Bókun fundar Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mættu Skúli Björn Gunnarsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Heiður Vigfúsdóttir og Margrét Ólöf Sveinsdóttir, fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 14. nóvember 2019. Fulltrúar félaganna gerðu grein fyrir verkefnum framundan og kynntu vinnu við nýja heimasíðu visitegilsstadir.is.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og beinir því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna og sveitarstjórnar nýs sveitarfélags að gæta þess að samfella verði í markaðssetningu svæðisins, að samstarf komist á sem fyrst í markaðs- og atvinnumálum á milli svæða og að það starf verði kraftmikið í nýju sveitarfélagi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um styrk vegna félags- og geymsluaðstöðu. Málið var síðast á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 20. janúar 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við leikfélagið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar á úthlutun menningarstyrkja staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar á úthlutun styrkja úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.