Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 86
Málsnúmer 2001019F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirspurn ungmennaráðs til umhverfis- og framkvæmdanefndar og til undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaganna fjögurra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi sínum 6. febrúar lagði ungmennaráð Fljótsdalshéraðs til að áfram verði haldið að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar eru til staðar í sveitarfélaginu. Sérstaklega þyrfti að skoða göngustígamál í Fellabæ. Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu ungmennaráðs til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir ungmennaráði lágu upplýsingar og reglur um tómstundaframlag sveitarfélagsins. Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að reglur um tómstundaframlag verði útvíkkaðar þannig að hægt sé að nýta framlagið til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu ungmennaráðs til íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.