Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 282
Málsnúmer 1911006F
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar var lagt til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn staður annars staðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því að nú hilli undir bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun fræðslunefndar.
Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs leggur ríka áherslu á að komi til að ofnagreind lagabreyting verði samþykkt sé tryggt að skuldbindingunni fylgi fjármagn til sveitarfélaganna. Sú staðreynd að mörg sveitarfélög hafa þegar ákveðið að tryggja grunnskólanemum gjaldfrjáls námsgögn getur engan vegin verið réttmæt forsenda þeirrar ályktunar að heildarkostnaðaráhrif frumvarpsins séu óveruleg fyrir sveitarfélögin. Verði gjaldfrjáls ritföng lögbundin hefur ríkisvaldið skuldbundið sveitarfélögin til að taka á sig kostnað, sem fyrir sveitarfélag með um 5oo grunnskólanemendur eins og við á um Fljótsdalshérað, nemur um 2 milljónum árlega á verðlagi 2019.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.