Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 489
Málsnúmer 1911005F
.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar góðar kveðjur frá Fjarðabyggð í tilefni af sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir athugasemd við tillögu að orðalagi í 30.gr. reglugerðardraga um mat á umhverfisáhrifum þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar heldur verði álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum lagt til grundvallar útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er mat bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að þarna sé harðar að orði kveðið en lög og tilskipanir gefa tilefni til og leggur því til að horfið verði frá þessari breytingu.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir einnig athugasemd við tillögu að orðalagi í 10 gr. reglugerðardraga um framkvæmdaleyfi þar sem fram kemur m.a. að framkvæmdaleyfi skuli ávallt bundið skilyrðum Skipulagsstofnunar. Það er mat bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að með þessu sé Skipulagsstofnun orðin ákvörðunaraðili í stað sveitarfélags sem gæti í raun ekki brugðist við með andmælum fyrr en að útgefnu leyfi. Lagt er til að horfið verði frá þessari breytingu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Tekin fyrir umsögn bæjarráðs við frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs hafa ítrekað, á undanförnum árum, gert athugasemdir við að nægilegum fjármunum sé ekki varið til reksturs sýslumannsembættisins á Austurlandi. Allt frá því að umdæmum sýslumanna var fækkað úr 24 í 9 þann 1. janúar 2015 hefur legið fyrir að forsendur fjárveitinga til embættisins á Austurlandi eru rangar og hefur verið á það lögð áhersla að þetta verði leiðrétt þannig að embættið hafi tök á að sinna þeim verkefnum er því er ætlað. Það að nú sé lagt upp með frumvarp er opnar á það að embættum sýslumanna verði fækkað en frekar vekur upp efasemdir um að þjónusta embættanna verði efld til að mæta þeim kröfum er til þeirra eru gerðar og mælir því bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gegn því að þetta skref verði stigið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.