Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122
Málsnúmer 1911002F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framkomnum tillögum hönnuða sem miðað við kostnaðaráætlun þeirra rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar er óveruleg breyting á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Norðvestursvæði Egilsstaða. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. október sl. Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fjallað um erindi frá áhugamönnum um gerð skautasvells við Blómabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila tímabundna landnotkun undir skautasvell á umræddu svæði. Tillagan hefur lítil sem enginn áhrif á landnotkun svæðisins og er að fullu afturkræf.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107. og 112. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Tunguás. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22. apríl sl. og athugasemdir/ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun og brugðist hefur verið við þeim.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn óverulega breytingu á deiliskipulagi Tunguáss.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabjargsvegar nr. 9199-01 af vegaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn mótmælir fyrirhugaðri niðurfellingu Litlabjargsvegar af vegaskrá, þar sem starfrækt er ferðaþjónusta í umræddu íbúðarhúsi og það því í notkun sem hús í atvinnurekstri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn niðurstöður grenndarkynningar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var umsókn um byggingarleyfi á Þrándarstöðum. Engar athugasemdir hafa borist eftir grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn niðurstöður grenndarkynningar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.