Íþrótta- og tómstundanefnd - 56
Málsnúmer 1909025F
-
Bókun fundar
Fyrir íþróttanefnd lágu umsóknir um styrki íþrótta- og tómstundanefndar sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2019. Alls bárust níu umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja átta þeirra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
Tour De Ormurinn, umsækjandi UÍA, kr. 130.000
Urriðavatnssund, umsækjandi Urriðavatnssund, kr. 100.000 Náttúruhlaupanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 40.000
Fjallahjólanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 30.000
Afrekshópur fimleikadeildar Hattar, ME og UÍA, umsækjandi Fimleikadeild Hattar, kr. 150.000
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta, umsækjandi Körfuknattleiksdeild Hattar, kr. 400.000
Stúdíó í ME, umsækjandi Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, kr. 75.000
Skíðagöngukennsla, umsækjandi Skíðafélagið í Stafdal, kr. 200.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (KL)
-
Bókun fundar
Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir á fund íþrótta- og tómstundanefndar, fyrir hönd Skíðafélagsins í Stafdal og ræddi fjárhagsmál og fyrirætlanir félagsins fyrir veturinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að færðir verði ónýttir fjármunir að fjárhæð kr 1.000.000 af lið 06-28 til hækkunar fjárheimildar á lið 06-65 svo hægt sé að koma til móts við þarfir Skíðafélagsins í ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar opnun nýs útikörfuboltavallar á Egilsstöðum. Framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði og er sveitarfélaginu til sóma og verður lyftistöng fyrir íþróttaiðkun í samfélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
Fundargerðin lögð fram.