Félagsmálanefnd - 174

Málsnúmer 1908014F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 299. fundur - 04.09.2019

Forseti benti á að lið 5.3 í fundargerðinni, Dagvist aldraðra mál nr. 201906123, vantar í dagskrá bæjarstjórnarfundarins og er honum vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.


Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fram kom á fundi félagsmálanefndar að félagsmálastjóri hefur kynnt viðhorf nefndarinnar fyrir Barnaverndarstofu, ásamt því að hafa rætt við aðra félagsmálastjóra á landsbyggðinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og vill koma því á framfæri við Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun að ekki séu gerðar ómarkvissar kröfur um skýrslugerð og upplýsingaöflun, heldur komi stofnanirnar sér saman um hvaða upplýsingar séu nauðsynlegar og þeirra aflað á markvissan og skýran hátt. Markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er að koma í veg fyrir ónauðsynlega skriffinnsku en nýta starfsfólk til þess að vinna með fólki.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram.