Atvinnu- og menningarnefnd - 90
Málsnúmer 1908009F
-
Bókun fundar
Vísað til 2.6.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við afgreiðslu atvinnu- og menningarnefndar, sem og með vísan til áherslna sem fram hafa komið hjá bæjarráði og á sameiginlegum fundi bæjarráða Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því að framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ehf. (Air Iceland Connect) komi til fundar við fulltrúa úr bæjarstjórn og atvinnu- og menningarnefnd til að svara spurningum um sætaframboð og verðmyndun í flugi milli Egilsstaða og Reykjavíkur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Ingibjörg Jónsdóttir verði fulltrúi í starfshópnum í stað Arons Steins Halldórssonar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og gagnrýnir knappan tíma fyrir ábendingar. Þá er gagnrýnt að ekki hafi verið fulltrúar af landsbyggðinni í starfshópnum sem vann drögin sem eru til umsagnar. Bæjarstjórn telur óheppilegt að í drögunum skuli ekki vera fjallað um að opna fleiri gáttir inn í landið með reglubundnu millilandaflugi. Bæjarstjórn fagnar á hinn bóginn framkomnum tillögum um að Egilsstaðaflugvöllur verði í fyrsta forgangi sem varaflugvöllur og hvetur til þess að flugvöllurinn fái sem fyrst það viðhald sem kröfur eru um og sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar nýframkvæmdir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.