Atvinnu- og menningarnefnd - 68
Málsnúmer 1804016F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar umfjöllun og umsögn atvinnu- og menningarnefndar til frekari vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá til kynningar samantekt starfsmanns nefndarinnar um framkvæmd menningarstefnunnar og hvernig ábyrgðaraðilum gengur að vinna samkvæmt henni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar forstöðumönnum fyrir upplýsingarnar um framkvæmd stefnunnar og gleðst yfir því blómlega menningarstarfi sem fram fer innan stofnana sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur til kynningar könnunin Erlendir gestir á Egilsstöðum sumarið 2016, sem gerð var af Rannsóknamiðstöð ferðamála í fyrra. Atvinnu- og menningarnefnd bendir á að í könnuninni koma fram upplýsingar sem í felast tækifæri til að fá ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni að kynna könnunina fyrir stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Jafnframt er lagt til að vetraropnunartími safna og sundlaugar í sveitarfélaginu verði skoðaður með það að markmiði að auka afþreyingu fyrir íbúa og ferðamenn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
Fundargerðin lögð fram.