Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87
Málsnúmer 1802022F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal þar sem félagið fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum. Málið var áður á dagskrá 86. fundi nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdarnefnd hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem nú þegar er mjög skilvirk eyðing minks í sveitafélaginu.
Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SHR)
-
Bókun fundar
Erindi frá Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og samþykki skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir Bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni fyrir hönd Grásteins ehf. þar sem óskað er eftir skráningu á 4 nýjum landeignum í fasteignaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í fasteignaskrá.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (S.Bl.).
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.