Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87

Málsnúmer 1802022F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 271. fundur - 21.03.2018

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.8 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 5.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.4 og Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 5.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal þar sem félagið fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum. Málið var áður á dagskrá 86. fundi nefndarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdarnefnd hafnar bæjarstjórn erindinu þar sem nú þegar er mjög skilvirk eyðing minks í sveitafélaginu.

    Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SHR)
  • Bókun fundar Erindi frá Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og samþykki skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir Bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni fyrir hönd Grásteins ehf. þar sem óskað er eftir skráningu á 4 nýjum landeignum í fasteignaskrá.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í fasteignaskrá.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (S.Bl.).
  • Bókun fundar Í vinnslu.