Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417
Málsnúmer 1802015F
.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018, varðandi yfirfærslu á fastafjármunum Fasteignafélags Iðavalla ehf, sem er B-hlutafyrirtæki, yfir í Eignasjóð (A-hluta) Samþykkt að yfirfærsluverð verði í samræmi við fasteignamat á viðkomandi eign sem er reiðhöllin. Um er að ræða ríflega 35 milljóna kr. verðmæti Í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að yfirfærsluverð væri 15 milljón krónum lægra. Fjárfestingaheimild Eignasjóðs hækkar sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að selja Rafey ehf Ford Transit ferðaþjónustubíl fatlaðra, á kr. 900.000. Bílinn hyggst Rafey afhenda Knattspyrnudeild Hattar til eignar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga kemur fram að Sambandið óskar eftir tilnefningu varamanns frá Fljótsdalshéraði í nefnd sem fjalla á um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Sigrúnu Blöndal sem varafulltrúa í umrædda nefnd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.