Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417

Málsnúmer 1802015F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 270. fundur - 07.03.2018

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.6. og bar fram tillögu um orðalagsbreytingu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.6. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.10 og bar fram fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018, varðandi yfirfærslu á fastafjármunum Fasteignafélags Iðavalla ehf, sem er B-hlutafyrirtæki, yfir í Eignasjóð (A-hluta) Samþykkt að yfirfærsluverð verði í samræmi við fasteignamat á viðkomandi eign sem er reiðhöllin. Um er að ræða ríflega 35 milljóna kr. verðmæti Í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að yfirfærsluverð væri 15 milljón krónum lægra. Fjárfestingaheimild Eignasjóðs hækkar sem þessu nemur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að selja Rafey ehf Ford Transit ferðaþjónustubíl fatlaðra, á kr. 900.000. Bílinn hyggst Rafey afhenda Knattspyrnudeild Hattar til eignar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga kemur fram að Sambandið óskar eftir tilnefningu varamanns frá Fljótsdalshéraði í nefnd sem fjalla á um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Sigrúnu Blöndal sem varafulltrúa í umrædda nefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.