Atvinnu- og menningarnefnd - 64

Málsnúmer 1802014F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 270. fundur - 07.03.2018

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1 og bar fram fyrirspurn, lið 6,2 og 6,5. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 6.1 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 6.1 og 6.2 og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur greinargerð frá undirbúningshópi um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar undirbúningshópnum fyrir góða greinargerð. Málið verður áfram til umfjöllunar og í vinnslu hjá atvinnu- og menningarnefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi um svæði, pláss, hús, sem gæti hýst matar- og sveitamarkað á sumrin og Barramarkað fyrir jólin. Erindið var fram borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoðað verði hvort reiðhöllin á Iðavöllum geti nýst sem framtíðarhúsnæði fyrir jólamarkað sem fram hefur farið í Barra hingað til. Í því sambandi þarf m.a. að skoða aðkomu og bílastæði við reiðhöllina.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur frá Leikhópnum Lottu, umsókn, dagsett 23. febrúar 2018, um styrk vegna leiksýningar í Valaskjálf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0581.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.