Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 63

Málsnúmer 1712003F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Skýrslan lögð fram til kynningar.
 • Bókun fundar Sjá bókun undir lið 4.5.
 • Bókun fundar Í bókun ungmennaráðs frá því í janúar 2017 fagnar ungmennaráð því að Fljótsdalshérað ætli að ráðast í að verða plastpokalaust sveitarfélag. Jafnframt óskaði ráðið eftir aðkomu að málinu. Ungmennaráð óskar nú eftir upplýsingum um það hvar málið er statt og ítrekar jafnframt ósk um aðkomu að því.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð beinir því til umhverfisfulltrúi að hann upplýsi ungmennaráð um stöðu verkefnisins og tryggi aðkomu ráðsins að málinu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • .5 201711032 Ungmennaþing 2018
  Bókun fundar Fram kemur í fundargerð ungmennaráðs að Ungmennaþing 2018 verður haldið um miðjan apríl 2018. Nákvæm dagsetning liggur þó ekki fyrir, en þingið mun beina sjónum að heilsueflandi samfélagi í sinni víðustu mynd.
  Bæjarráð fagnar þessu framtaki ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, en málið er að öðru leyti í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.