Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389

Málsnúmer 1706010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 21.06.2017

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.10.

Fundargerðin lögð fram:
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir lá tillaga bæjarstjóra og fjármálastjóra um ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir fyrirliggjandi tillögu um endanlegan fjárhagsramma málaflokkanna fyrir árið 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Bókun fundar Fyrir lá fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi sem haldinn var þriðjudaginn 13. júní sl..

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Með vísan til umfjöllunar aðalfundar Brunavarna á Austurlandi um samstarf við Eldvarnarbandalagið samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað innleiði „Eigið eldvarnareftirlit“ innan stofnana sveitarfélagsins í samstarfi við Eldvarnarbandalagið. Bæjarstjóra verði falið að ganga frásamningum þar um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá stjórn ÆSKÞ þar sem óskað er eftir vilyrði frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrir því að landsmót ÆSKÞ fái að fara fram á Egilsstöðum dagana 19. ? 21. október 2018. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu svo mótið geti orðið að veruleika (þ.e. gistirými og íþróttahús undir dagskrá).

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra ganga frá samkomulagi um málið við fulltrúa ÆSKÞ í samráði við skólastjóra Egilsstaðaskóla og forstöðumann íþróttamiðstöðvar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .9 201705045 Aðalfundur SSA 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram þingskjal 547 / 414. mál um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Með vísan til fyrri bókana bæjarstjórnar varðandi málefni ríkisjarða (15. júní 2016 og 19. apríl 2017) tekur bæjarráð undir þær áherslur er fram koma í framlagðri þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.