Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67

Málsnúmer 1704004F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 19.04.2017

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 3.1 og 3.22. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.12 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Gunnar Jónsson sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.14 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.14 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn vegna liðar 3.14. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.14. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.14. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 3.10 og bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.10 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.10 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .3 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Þorsteins Guðmundssonar og Lindu Bjarkar Steingrímsdóttur eigenda Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá, landnr.157201, Umsókn um skráningu nýrra landeignar í fasteignaskrá.
    Stofnuð verði ný lóð út úr upprunalandinu Ketilsstaðir, landnr.157201, sem bera á heitið Ketilsstaðir I, stærð nýstofnaðar lóðar verði 61.780 fermetrar (um 6,2ha).

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd lóðarhafa, um breytingar á deiliskipulagi fyrir Unalæk A6 og B2.
    Í breytingunni felst að breyta greinargerð skipulagsins í að heimila sölu gistingar á lóðum A6 og B2.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd fól Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins.

    Erindi var sent í grenndarkynningu sbr. 43. og 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með dagsettu bréfi 22.2.2017.
    Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til föstudagsins 24. mars 2017.
    Athugasemdir bárust á kynningartíma.

    Lagt var fyrir nefndina:
    - Athugasemdir frá Lögfræðiþjónustunni Lagastoð fyrir hönd eiganda lóða að Unalæk A1, A3 og A5.
    - Bréf og tölvupóstur bæjarlögmanns með innsendar athugasemdir að umfjöllunarefni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi Unalækjar þannig að á lóðunum A6 og B2 verði heimilt að vera með sölu á gistingu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Gunnar Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu. Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu hjá bæjarráði.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, Kröflulína 3 - beiðni um umsögn.
    Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Kröflulínu 3, Skútustaðahreppi, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.
    Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 10.apríl 2017, sótt hefur verið um frest til að skila umsögn vegna tímasetningu fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

    Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér frummatsskýrslu um Kröflulínu 3 og hefur engar athugasemdir fram að færa.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn.

    Bæjarstjórn hvetur framkvæmdaaðila til að gera athugun á því hvort að vegurinn á Efri Jökuldal þoli þá þungaflutninga sem um hann þurfa að fara framkvæmdarinnar vegna. Eins er það skoðun bæjarstjórnar að framkvæmdin kalli á nýja brú yfir Jökulsá á Dal milli Hákonarstaða og Klaustursels.

    Bæjarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdin verði unnin í sátt við landeigendur, ábúendur og náttúruna, þá sérstaklega votlendis og gróðursvæða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu:

    Bæjarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila til að kynna sér fyrirliggjandi frummatsskýrslu og skila inn athugasemdum. Almennur frestur til þess rennur út 5. maí n.k.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd lóðarhafa að Lagarfelli 3, þar sem óskað var eftir samþykkt byggingaráforma / breytinga á norðanverðu húsinu, 16 fermetra viðbygging að brúttó grunnfleti. Viðbyggingin norðan við er 3,2m x 5m að stærð og er 6,02m frá norðvesturhorni núverandi húss.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu sbr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til mánudagsins 3. apríl sl.

    Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn því erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (S.Bl.).
  • .13 201703048 Styrkvegir 2017
    Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Eflu, fyrir hönd Gunnars Jónssonar, stofnun og stækkun lóða við Flugvallaveg til vesturs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ.)
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • .17 201704014 Snjómokstursbifreið
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Framvinda á máli Tjarnarbraut, framkvæmd 2017, lögð fram til kynningar.
    Fjögur tilboð bárust.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Austurverk ehf. Tilboðið hljóðar upp á 17.567.562,-kr. sem er 78% af kostnaðaráætlun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.