Atvinnu- og menningarnefnd - 49

Málsnúmer 1703001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 253. fundur - 15.03.2017

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s. heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks. Á fundi atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Þórarinn Lárusson.
    Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að starfsmaður nefndarinnar setji sig í samband við eigendur húsnæðisins og kanni grundvöll fyrir því að fyrirhuguð starfsemi geti orðið í húsnæðinu og á hvaða forsendum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf dagsett 19. febrúar 2017, frá Tengslaneti austfirskra kvenna, með beiðni um styrk til að halda ráðstefnuna Auður Austurlands.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 1389.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Til kynningar.