Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 376
Málsnúmer 1702024F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
.2
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
Bæjarstjóri kynnti uppsagnarbréf frá Vífli Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa. Starfið hefur þegar verið auglýst.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vífli eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitafélagsins og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi þegar hann lætur af störfum hér.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð bæjarstjórnar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Málið er í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lögð fram beiðni um stuðning vegna ráðstefnu félagsins sem haldin verður nú í apríl og til rekstrar félagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita 300.000 kr. styrk til ráðstefnunnar sem tekinn verði af lið 21500. Jafnframt samþykkt að ræða áfram við samtökin um mögulega aðkomu að rekstri þeirra með reglubundnum hætti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram minnisblað frá fundi HSA með sveitarstjórum á Austurlandi 23.02.sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunnar Austurlands taki mið af fjárþörf stofnunarinnar, svo ekki þurfi að koma til þjónustuskerðingar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði voru ræddar nýjustu upplýsingar um fjárveitingar vegna samgönguáætlunar 2015-2018, sem samþykkt var á nýliðnu hausti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur það óásættanlegt að ekki sé staðið við nýsamþykkta samgönguáætlun.
Þau verkefni sem þar er að finna eru sannanlega engin gæluverkefni heldur bráðnauðsynleg úrbótaverkefni á samgöngukerfi sem komið er að fótum fram.
Augljóst er að fjárveitingar til samgöngumála þurfa að minnsta kosti að vera 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu, til að hægt sé að viðhalda og byggja upp samgöngukerfið eins og þörf er á.
Bæjarstjórn krefst þess að þingmenn kjördæmisins gangi þannig til verks að hægt verði að fara í nauðsynlegar og samþykktar samgönguframkvæmdir á Austurlandi á þessu ári og því næsta.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.