Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 56

Málsnúmer 1702023F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 253. fundur - 15.03.2017

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 9.2 og þakkaði ungmennaráði fyrir góðan fund með bæjarstjórn og eins fyrir góðar tillögur sem ráðið hefur lagt fram. Gunnar Jónsson, sem ræddi gott starf ungmennaráðs og liði 9.2, 9.3 og 9.4.og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 9.3 og 9.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs var rætt um nauðsyn þess að boðið sé upp á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð leggur áherslu á að bæjarstjórn beiti sér fyrir eflingu geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ungmennaráð vekur athygli á verkefni sem unnið er í Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við Stéttarfélag Vesturlands.

    Eftirfarandi tillaga löð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og telur rétt að kanna hvort möguleiki sé á svipuðu samstarfi á Fljótsdalshéraði.
    Samþykkt að koma málinu á framfæri við forsvarsmenn Menntaskólans og verkalýðsfélaga á svæðinu. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu úr hlaði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindi ungmennaráðs til íþrótta og tómstundanefndar til skoðunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fram kom á fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs að sveitarfélagið stefnir á að verða plastpokalaust frá byrjun árs 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn fagnar áhuga ungmennaráðs á málinu og óskum ráðsins um að fá að koma að verkefninu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.