Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369

Málsnúmer 1701004F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 18.01.2017

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson sem ræddi lið 2.7, Sigrún Blöndal sem ræddi liði 2.1, 2.2 og 2.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Í bæjarráði var farið yfir nýja reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Varðandi álagningu fasteignagjalda á húsnæði til útleigu til ferðamanna samþykkir bæjarstjórn að allt það húsnæði sem í dag er með leyfi til gistingar, fái álagningu samkvæmt gjaldflokki C fyrir árið 2017. Sé um heimagistingu að ræða, skal álagning í C flokki miðast við uppgefna nýtingarfermetra húsnæðisins til atvinnustarfsemi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að gera tillögu að verklagsreglum vegna veitingar umsagna um rekstraleyfi fyrir gistingu í sveitarfélaginu. Byggt verði á þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan umhverfis- og framkvæmdanefndar. Starfshópurinn skili fullbúnum tillögum að verklagsreglum fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Starfshópinn skipi Árni Kristinsson formaður, Stefán Bogi Sveinsson og Vífill Björnsson.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því sem fram kemur í nýjum stjórnarsáttmála, að efna eigi til breiðs samráðs um framtíð Reykjavíkurflugvallar og sömuleiðis því sem komið hefur fram í máli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki ekki fyrr en önnur ásættanleg lausn er komin.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur bæjarráðs veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts Eiða- og Hjaltastaðaþinghár.
    Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

    Jafnframt veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts Egilsstaða 2017, eins og það er tilgreint í umsókn þorrablótsnefndar.
    Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar með 5 atkvæðum, þrir sitja hjá (SBl, ÞMÞ, ÁK).
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar með 6 atkvæðum. Tveir sátu hjá (ÁK, ÞMÞ).