Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 54

Málsnúmer 1701001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 18.01.2017

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201701005 Ungmennaþing 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Ungmennaráð fagnar tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 11. janúar 2017 um plastpokalaust Fljótsdalshérað 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði sem hvetur til þess að málið verði undirbúið vel og kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og fyrirtækjum. Lögð verði áhersla á að höfðað verði til allra aldurshópa og hefur ungmennaráð sérstaklega óskað eftir því að fulltrúar ungs fólks fái að koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að taka tillit til þessa við útfærslu málsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.
  • Bókun fundar Fyrir fundi ungmennaráðs lágu tillögur að breyttum samþykktum fyrir ungmennaráð og vísaði ráðið þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir tillögu að samþykktum fyrir ungmennaráð og felur bæjarstjóra að undirrita þær.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum.