Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

58. fundur 06. júní 2016 kl. 13:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Framkvæmdaáætlun jafnréttisáætlunar 2015 - 2019

Málsnúmer 201606004

Farið yfir þau verkefni í framkvæmdaáætlun sem gert er ráð fyrir að fara í á árinu 2016. Búið er að taka saman fjölda fulltrúa í nefndum á vegum Fljótsdalshéraðs og er hlutfall kvenna rúm 40% og karla tæp 60%.

Fyrsta verkefnið væri að hafa samband við Jafnréttisstofu og reyna að koma á með haustinu fræðsludegi um jafnréttismál fyrir stjórnendur og kjörna fulltrúa. Talið æskilegt að stefna á seinni hluta septembermánaðar, eða byrjun október.

Kallað verði eftir jafnréttisáætlunum frá skólum sveitarfélagsins, svo upplýsingar liggi fyrir áður en að fræðsludeginum kemur.

Einnig að skoða hvaða upplýsingar er hægt að taka út úr launakerfinu, varðandi kynjahlutföll á vinnustöðum og aldursflokkun starfsmanna.

Vegna fyrirspurnar um umfjöllunarefni á aðalfundi SSA á komandi hausti, mælist jafnréttisnefnd til þess að jafnréttismál verði sett á dagskrá og bendir á að hægt er að fá fræðsluefni frá Jafnréttisstofu, svo sem um kynjaða áætlanagerð og fl.

Stefnt að því að halda næsta fund 22. ágúst.

Fundi slitið - kl. 14:15.