Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

69. fundur 25. mars 2020 kl. 16:00 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður
  • Einar Tómas Björnsson varaformaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hrund Erla Guðmundsdóttir skjalastjóri

1.Jafnréttisáætlanir sveitafélaga

Málsnúmer 201911002

Jafnréttisnefnd fagnar að sjá að sveitarfélagið er að sinna lögbundnum skyldum sínum í jafnréttismálum.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar

2.Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Nefndin þakkar þær athugasemdir sem bárust vegna endurskoðunar jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs. Áður en endurskoðunarvinna getur hafist verða hugmyndir um endurskoðun jafnréttisstefnu og jafréttisáætlunar bornar undir Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Nefndin felur starfskonu nefndarinnar að koma erindinu til Undirbúningsstjórnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Jafnréttisþing 2020

Málsnúmer 202003111

Jafnréttisþing 2020 var haldið í Reykjavík 20. febrúar sl. starfskona nefndarinnar sótti þingið fyrir hönd nefndarinnar. Á jafnréttisþinginu var fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega var litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

Jafnréttisþinginu var streymt og er hægt að nálagst upptöku af því á Facebook síðu Forsætisráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

4.Kynjasamþætting, verkefni

Málsnúmer 201912063

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:15.