Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

67. fundur 06. maí 2019 kl. 13:00 - 14:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir formaður
  • Einar Tómas Björnsson varaformaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Farið yfir texta jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun og gerðar á honum nokkrar leiðréttingar og viðbætur.
Þetta er gert til þess að jafnréttisáætlun standist þær kröfur sem úttektaraðili jafnlaunavottunar gerir til fágangs jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
Eftir góða yfirferð og leiðréttingar á textanum, samþykkti jafnréttisnefnd áætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Jafnframt verði textaskjalið sent til Jafnréttisstofu til yfirlestrar.

Fundi slitið - kl. 14:15.