Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

246. fundur 21. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir 0
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir sátu fundinn undir lið 2 og Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum sat einnig fundinn undir lið 2.

1.Innritun í leikskóla 2017

Málsnúmer 201701108

Farið yfir tillögur að framkvæmd innritunar 2017. Niðurstöður verða sendar bæjarráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fullorðnir nemendur í tónlistarskólunum

Málsnúmer 201611073

Fræðslunefnd leggur til að frá og með næsta skólaári verði heimilt að innrita fullorðna nemendur á ný í tónlistarskólum sveitarfélagins og vísar m.a. til nýlega samþykktrar menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Byggt verði á fyrirliggjandi tillögu um reglur fyrir fullorðna nemendur í tónlistarskólunum sveitarfélagsins. Gjaldskrá fullorðinna verður afgreidd með frumvinnu við fjárhagsáætlun í maí nk.

Að svo stöddu verði ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna þessa á árinu 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fræðslusvið - uppgjör 2016

Málsnúmer 201702108

Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlun fræðslunefndar 2017

Málsnúmer 201702010

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið.