Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

181. fundur 08. febrúar 2013 kl. 16:00 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Þorbjörn Rúnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Lembi Seia Sangla, María Ósk Kristmundsdóttir (í síma), Guðný Anna Þóreyjardóttir og Ólöf Ragnarsdóttir, leikskólafulltrúi tóku þátt í fundinum. Karl Lauritzson, Þorbjörn Rúnarsson og Helga Þórarinsdóttir tóku þátt í fundinum í síma.

1.Beiðni um hálfsdags lokun leikskóla vegna námskeiðs starfsfólks

Málsnúmer 201302059

Lagt fram erindi þar sem farið er fram á að leikskólarnir fái heimild til að loka frá kl. 08:00 til 13:00, Tjarnarskógur 18. mars og Hádegishöfði og leikskóladeildirnar á Hallormsstað og Brúarási þann 19. mars nk., vegna námskeiðs á vegum samtakanna "Blátt áfram". Fram kom að vissulega kemur lokun leikskólanna illa við foreldra þó aðeins sé um hálfan dag að ræða, en foreldrar styðja það hins vegar að starfsfólk taki þátt í umræddu námskeiði. Fræðslunefnd veitir fyrir sitt leyti heimild til umbeðinnar hálfs dags lokunar.

Fundi slitið - kl. 16:30.