Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

285. fundur 11. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir sátu fundinn undir lið 1 á dagskránni. Ruth Magnúsdóttir tók einnig þátt í fundinum og fylgdi því máli eftir.

1.Frístund 2020-2021

Málsnúmer 202002030Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, vakti máls á því að aftur er von á fjölmennum árgangi inn í 1. bekk á næsta skólaári og þá þrengir enn að Frístund þar sem meira húsnæði þarf fyrir bekkjarkennslu.

Fræðslunefnd kallar eftir að sem fyrst liggi fyrir niðurstaða frá þeim starfshópi sem er að vinna að tillögugerð varðandi starfsemi Frístundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun fræðslunefndar 2020

Málsnúmer 202002031Vakta málsnúmer

Til kynningar.

3.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.