Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

262. fundur 22. maí 2018 kl. 18:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Jón Björgvin Vernharðsson sat fundinn sem varamaður Soffíu Sigurjónsdóttur.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla,Guðmunda Vala Jónasdóttir, Birna Sigbjörnsdóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir liðum 1-3. Helena Rós Einarsdóttir sat kynningu félagsmálastjóra í lið 1.

1.Kynning á Austurlandslíkaninu

Málsnúmer 201805109Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar félagsmálastjóra góða kynningu á nýju verklagi á fjölskyldusviði. Nefndin fagnar þessari jákvæðu nýbreytni og trúir því að hún skili góðum árangri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulag leikskólastarfs í leikskólanum Tjarnarskógi skólaárið 2018-2019

Málsnúmer 201805110Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri og skólastjóri Tjarnarskógar kynntu undirbúning fyrir tímabundna viðbótardeild við leikskólann Tjarnarskóg, sem verður starfrækt næsta vetur vegna þeirrar ánægjulegu staðreyndar að óvenjulega mörg börn verða á leikskólum næsta vetur. Á þeirri deild verða yngstu börn leikskólans.

Fræðslunefnd fagnar því að lausn hafi fundist svo hægt sé að bjóða eins mörgum og raun ber vitni leikskólavist í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Framkvæmdir við Hádegishöfða

Málsnúmer 201805119Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að unnið verði áfram með fyrirliggjandi tillögu að viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og leggur áherslu á að tillagan verði kynnt fyrir starfsfólki og foreldrum.

Nefndin óskar eftir að skoðuð verði hugsanleg áhrif frá spennistöðinni sem er við leikskólalóðina og fengnar upplýsingar um kostnað við að færa stöðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:15.