Skipulag leikskólastarfs í leikskólanum Tjarnarskógi skólaárið 2018-2019

Málsnúmer 201805110

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 22.05.2018

Fræðslustjóri og skólastjóri Tjarnarskógar kynntu undirbúning fyrir tímabundna viðbótardeild við leikskólann Tjarnarskóg, sem verður starfrækt næsta vetur vegna þeirrar ánægjulegu staðreyndar að óvenjulega mörg börn verða á leikskólum næsta vetur. Á þeirri deild verða yngstu börn leikskólans.

Fræðslunefnd fagnar því að lausn hafi fundist svo hægt sé að bjóða eins mörgum og raun ber vitni leikskólavist í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.