Drög að frumvarpi laga um fatlað fólk og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga tekið til umræðu. Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem koma fram í minnisblaði til Velferðaráðuneytisins frá fulltrúum sveitarfélaga í starfshópi um endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga um þjónustu við fatlað fólk. Í drögum félagsþjónustulaganna er gert ráð fyrir tveim pólitískum samráðshópum, annars vegar í málefnum fatlaðs fólks og hins vegar í málefnum eldri borgara. Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs setur spurningamerki við nauðsyn slíkrar ráðstöfunar. Í 11. gr. sömu laga er talað um að taka skuli mið af gjaldi fyrir almenningssamgöngur, en nefndin leggur til að þess í stað komi fram að ”heimilt er að hafa til hliðsjónar gjald fyrir almenningssamgöngur á svæðinu og samanburð á gæðum þjónustunnar“.
4.Uppfærðar reglur um sérstakar húsaleigubætur 2016
Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, tekin fyrir og synjað.